Jæja loksins hefur maður frá einhverju að segja. Pilturinn er farinn að spila í hljómsveit á nýjan leik. Síðasta misserið hefur hljómsveitin Hildigunnur Skordal og co. komið saman í dimmri, illalyktandi og skítugri kjallarakompu í Odense Teknikum. Vikulega (eða svona næstum, kannski ef við tökum meðaltalið) hafa systurnar hisst og plokkað og slegið strengi og húðir verið barðar. Engin er hljómsveit án heimasíðu og er hægt að heimsækja systurnar á http://www.skordal.blogspot.com . Nú er komið að því fyrsta opinbera gigginu sem verður á þorrablóti Íslendinga hér í Óðinsvéum þanna 4.feb. Þar mun hljómsveitin hrista ærlega upp í gestum áður en að þeir verða búnir að drekka frá sér alla rænu ( gestirnir þ.e.a.s.). Já það verður forvitnilegt að sjá hvort að þetta verður heljarstökk inn í alheimsfrægðina eða niðurlæging með einsdæmum. Nei ég held að fyrir mína hönd þá hafi ég náð botninum hvað niðurlægingu varðar í sambandi við að spila opinberlega á hljóðfæri. Seint verður toppuð sú framkoma þegar að sá sem þetta ritar kom fram í fyrsta sinn á bakvið húðirnar í, 8.bekk í grunnskóla, ásamt hljómsveit vel valinni. Jú þar var boðið upp á instrumental útfærsla á laginu Starlight sem svo margir listamenn hafa spreitt sig á. Sjaldan og örugglega ALDREI hefur nokkur sveit svívirt þetta lag eins mikið og hljómsveit þessi gerði. Það komst mjög skýrt til skila eftir framkomuna að við hefðum ekki slegið í gegn og römbuðum ekki á barmi heimsfrægðar sem myndi færa með sér áfengi, eiturlyf og graðar kerlingar. Nei ég gat létt lesið það úr EINA kommentinu sem ég heyrði og var það eitthvað á þessa leið " ég var nú alltaf að bíða eftir því að þeir yrðu búnir að stilla hljóðfærin en svo hættu þeir bara áður en þeir voru búnir að stilla ".
"Fall er fararheill" og "Enginn verður óbarinn biskup" segir einhverstaðar og kemur upp í huga minn í þau skipti sem að ég rifja þennan voðaatburð upp. En maður huggar sig jú alltaf við það að þaðan hlýtur allt að verða upp á við. Botninum hefur verið náð og aðeins eftir kanna hvað leynist á toppnum.
"Fall er fararheill" og "Enginn verður óbarinn biskup" segir einhverstaðar og kemur upp í huga minn í þau skipti sem að ég rifja þennan voðaatburð upp. En maður huggar sig jú alltaf við það að þaðan hlýtur allt að verða upp á við. Botninum hefur verið náð og aðeins eftir kanna hvað leynist á toppnum.